Lénsherran getur sett upp eins mörg netföng og pláss leyfir. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að rekast á eitthvert þak hvað fjölda starfsmanna eða samstarfsmanna varðar. Eigendur netfanga hafa aðgang að tölvupóstinum í gegn um vefviðmót eða þeir geta sótt póstinn með Outlook eða öðrum vinsælum póstviðmótum.
Sjálfgefin skömtun kerfisins á plássi per netfang er 10MB. Þessu má
breyta í ótakmarkað eða hvað sem er svo sem. Þegar lesið er úr
pósthóflum með POP tengingu er pósturinn ýmist hreinsaður úr hólfinu eða látinn bíða hreinsunar í tiltekinn fjölda daga, allt eftir stillingum. Eigendur netfanga geta einnig valið að nota IMAP tengingu til að eiga póstinn sinn alltaf á vefþjóninum.
|