Lýsing á pöntunarferlinu:
- Áður en eiginlegt lén er pantað eða flutt hjá isnic þarft þú að hafa hýsingu lénins klára hjá okkur en eftirfarandi er í raun þau skref sem þú tekur áður en hægt er að festa þér lénið. Þetta á eiginlega einnig við um erlend lén þó söluaðilar erlendra léna séu reyndar oftast sveigjanlegri með hvenær vistun lénsins fer fram.
- Þú byrjar á að velja þér þann hýsingarpakka sem hentar og smellir á "Panta" hnappinn. Efst í hægra horninu á skjánum birtist lítll gluggi með vörunni sem ætlunin er að panta. Við köllum þennan glugga innkaupakörfuna eða einfaldlega körfuna.
- Velja má fleiri vörur í vöruskránni en karfan helst allan tímann efst í glugganum svo þú sérð alltaf hvað er í körfunni. Smella má efst í hægra hornið á körfunni til að "renna körfunni upp" og sjá aðeins samtöluna í körfunni.
- Þegar allar vörurnar eru komnar í körfuna smellirðu á "Afgreiða" hnappinn og á skjánum birtist valmynd til að yfirfara innihald körfunnar.
- Smellt er svo á "Áfram" hnappinn og netfang, kennitala, nafn og heimilisfang fyllt út og smellt á "Áfram" aftur.
- Í næstu valmynd er gefið upp það lén sem pöntunin tengist ef það á við og þar er einnig reitur fyrir athugasemdir og/eða sérstakar skýringar eða óskir varðandi pöntunina.
- Loka valmyndin gefur þér kost á að velja greiðsluform, sem eru greiðsla beint inn á bankareikning, greiðslukort, Paypal eða greiðsluseðill (ef greiðsluseðillinn er ekki kominn máttu bakka og setja óskina í athugasemdareitinn). Veldu greiðsluform sem hentar þér og smelltu svo á staðfesta. Pöntunin er send okkur og vistuð í gagnagrunni. Þú færð staðfestingu á pöntuninni í tölvupósti á þau netföng sem gefin voru upp.
- Þegar við höfum sett vefhýsinguna upp fyrir þig (innan 24 klst. en oftast innan nokkurra klst. innan vinnutíma, þ.e. ef greiðslan hefur borist eða greiðslukort samþykkt), sendum við þér tölvupóst með öllum þeim upplýsingum sem þú þarft til að byrja að vinna með vefsvæðið þitt.
|