Bæði orðin í fyrirsögninni tengjast hryllingi í huga okkar flestra í nánast öllu öðru samhengi. En þegar þau standa saman eru þau fagnaðarefni jafnvel grandvörustu einstaklingum.
Við höfum tekið af skarið og hert mjög varnir okkar gegn þessari plágu
internetsins. Þetta er neyðarvörn gegn flóði rusls en séu þarna úti löglegir
póstþjónar sem
hafa óvart lent á svörtum listum getum við sett þá á hvíta lista hjá
okkur. Við þurfum þá að fá til okkar lénsnafn eða IP tölu viðkomandi
póstþjóns. Póstur er drepinn í stórum stíl áður en hann kemst í
pósthólf viðskiptavina og höfum við tekið út möguleika viðskiptavina á að
slökkva á ruslpóstvörnum. Póstþjónar okkar eru einnig tengdir við svarta
lista internetsins og hafna tengingum frá þekktum ruslpóstlýð.
Þeir sem hafa lent á svörtum listum hjá þeim aðilum sem fylgjast með ruslpósti á internetinu fá jafnan villupóst til baka. Þeir póstar sem lenda í síjunum okkar eru merktir í efnisinnihaldinu með ****SPAM****. Sumir hafa sett up síjur sem hreinlega hafna spam síuðum pósti eða henda honum strax en almennt höfum við ekki sett slíkt upp óumbeðið. Að svo stöddu teljum við ekki ástæðu hjá notendum að setja slíkt upp þar sem svörtu listarnir hafa tekið út lungan af þessum póstum.
Séu menn ósáttir við þessa ráðstöfun erum við tilbúnir að aðstoða við að flytja póstmóttöku til gmail ef verða vill. Gmail býður mikla þjónustu á sviði póstmóttöku og mikið pláss fyrir lítið. Gmail er líklega hagstæðasta leiðin fyrir bæði einstaklinga og félög til að móttaka og geyma póst. Sjá hér hvernig póstur er sóttur í GMAIL pósthólf.
|