Það er mjög algengt hjá forriturum að afrita skrár undir annað nafn til að eiga upphaflegu útgáfuna af henni ef ske kynni að breytingar misheppnist auk fleiri ástæðna. Stundum eru menn einnig að sækja nýjar útgáfur og vilja prófa áður en þeir henda eldri útgáfunni. Ein af þeim endingum sem er mjög vinsælt að einfaldlega bæta við skrána er .bak
Þetta er eins og opið boðskort til tölvuþrjóta en það er útskýrt betur hér.
Um leið og php skrá fær aðra endingu en .php er hún opin til aflestrar á internetinu. T.d. í Joomla/Mambo kerfinu heitir stillingaskráin configuration.php. Menn eru að breyta stillingum en vilja ekki henda eldri stillingunum strax og búa til afrit t.d. undir nafninu configuration.php.bak.
Þar með er skráin læsileg í gegn um vafra nema hún sé með sérstaka vörn sem kemur í veg fyrir beinan aflestur eins og algengt er að nota í Joomla og Mambo skrám.
configuration.php geymir t.d. lykilorð að gagnagrunni ofl. upplýsingar. Þetta verður allt opið hverjum sem er ef endingunni er breytt í eitthvað annað en .php
|