Addon domain er notað til að búa til sjálfstæða vefi með sér eigið lén en undir einni vefhýsingu. Þetta gera menn til að spara sér að kaupa margar hýsingar fyrir vefina sína eða af því það hentar að sýsla með alla vefina undir einum hatti þ.e. einu stjórnborði. Til að fá meiri aðskilnað í umsýslu mismunandi heimasíðna er einfaldast að kaupa tvær vefhýsingar.
Með Addon Domain býr hver heimasíða (hvert lén) í sér möppu (directory) undir public_html möppunni. Við stofnun Addon Domain er beðið um nafn þeirrar möppu sem hýsa skal vefinn og þá er átt við undirmöppu undir public_html. kerfið býr sjálfkrafa til ftp notanda með sama nafni og mappan en þú ert beðin(n) um stofnun lykilorðs fyrir þennan ftp notanda. Það útilokar ekki aðgang annarra ftp notenda sem þú hefur sett upp en þessi nýi notandi hefur ekki aðgang fyrir ofan möppuna.
Sjá má tölvræði fyrir hvert viðbótarlén í gegn um cPanel en það er ekki augljóst í fyrstu hvernig lálgast eigi aðskilda tölfræði. Tölfræðin fyrir megin lén vefhýsingarinnar er undir "Web/FTP stats" flokknum í stjórnborðinu þ.e. allt annað en Addon domains og Parked domains sem vísa á Addon domain. Tölfræði viðbótarléna er undir flokknum "Subdomain" þ.e. "Subdomain Stats".
|