Stjórnborð vefhýsingarinnar heitir cPanel en slóðin að cPanel er www.vefir.net/cpanel . Vinsamlegast athugaðu að slóðin sem hér er nefnd er til einföldunar svo auðveldara sé að muna hana. Hin eiginlega slóð er https://vps.vefhysing.com:2083 en stutta útgáfan breytist í þessa lengri við tengingu.
Það sama á við um aðgang að vefpósti en hann er postur.vefir.net
og ef þú smellir á þann hlekk sérðu hvernig slóðin breytist. Endanleg
vefföng þessara síðna eru með rafrænu skírteini og dulkóðun samskipta
(SSL). Þetta gerist án þess að notendur verði þess mikið varir en
dulkóðunin veldur því að upplýsingar svo sem eins og lykilorð eru
ólæsileg þriðja aðila sem hugsanlega hleraði samskiptin.
Í gegn um stjórnborðið er öllum helstu þáttum vefhýsingarinnar stjórnað. Ef bæta þarf við eða breyta netföngum, lykilorðum, lénum, framsendingum, ruslpóstsíun, gagnagrunnum ofl. ofl. er það gert í gegn um stjórnborðið. Viðskiptavinir okkar hafa fullan aðgang að þessum þjónustum, þ.á.m. uppsetning eigin léna og eyðing eigin léna.
Ein mikilvægasta þjónustan í stjórnborðinu er afritunin. Þó svo við afritum öll vefsvæði daglega þykir viðskiptavinum okkar handhægt að geta tekið sín eigin afrit. Afritið er ýmist sent inn á vefsvæðið sjálft (í rótina) eða notandinn getur látið senda það á ftp þjón hjá sér eða öðrum. Þegar heilu vefsvæðin eru færð á milli þjónustuaðila eða vefþjóna er þessi aðferð t.d. notuð. Allar upplýsingar sem við koma einni vefhýsingu eru innifalin í einni zip skrá.
|